Rabarbara baka
Það sem til til þarf er :
F. 6-8
Smjör til að smyrja formið með
1- 1 1/2 kg rabarbari, þveginn og skorinn í litl bita
1/4 bolli sykur
1 msk. appelsínusafi
1 tsk. appelsínu börkur, fínrifinn
Smá salt
Í toppinnn ofan á:
6 msk. kalt smjör
3/4 boli púðursykur
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk. kanill
1/2 bolli grófir hafrar
1/2 bolli pecan hnetur
Borið fram með:
Þeyttum rjóma eða góðum ís
Það er öruggur vísir á að sumarið sé komið og við að njóta þess á fullu. Hvað er betra en að rölta út í garð og ná sér í rabarbara og búa til böku úr honum með sunnudagskaffinu eða til að bjóða upp á í eftirrétt ef við erum að fá gesti. Þessi er einstaklega einföld og ótrúlega góð. Rabarbarinn fær að njóta sín vel, með rosalega góðu hnetu-hafra- og púðursykurs krönsi ofan á. Borið á borðið volg, með þeyttum rjóma eða ís. Endilega prófaðu :-)
Svona geri ég:
Rabarbarinn: Ofninn er hitaður í 180° C. Rúmgott eldfastur diskur er smurður vel að innan með smjöri. Rabarbarinn er skorinn í litla bita og settur í stóra skál. Honum er velt upp úr sykrinum, appelsínu og berkinum. Síðan er honum hellt í bökunnar diskinn og jafnaður út.
Krönsið ofan á: 6 msk. af smjöri eru settar í matvinnsluvél, ásamt hveitinu, kanilnum og púðursykrinum og púlsað saman í smástund, þar til það er farið að líkjast mjög grófri mylsnu. Þá er höfrunum og hnetunum bætt út í og púlsað nokkrum sinnum. Mylsnunni er kafnað yfir rabarbarann, forminu er síðan stungið í ofninn og bakað í 45-50 mín., þar til bakan er gyllt og byrjuð að brúnast aðeins. Borin að borð volg með þeyttum rjóma eða ís.