Toast

Það sem þarf er:

Snittubrauð eða annað brauð sem er hægt að skera í þunnar sneiðar

Ólífu olía

Sjávarsalt

Þær kryddjurtir sem þú átt

Það pirrar mig ótrúlega mikið, er að henda mat. Það er dýrt og mikill ósiður.  Ég er viss um að hjá þér eins og mér er oft afgangur af bæði kryddjurtum og biti af snittubrauði sem þú getur ekki notað í margt, er það ekki? En við kaupum kex og snakk, svo af hverju ekki að vera nýtinn og búa til snakk úr því sem til er :-)

Toast making:

Ofninn er hitaður í 180°.  Brauðið er skorið í þunnar sneiðar og sneiðunum dreift yfir bökunar-plötu.  Svo drussar þú vænum slurk af ólífu olíu, kryddjurtum ogsjávarsalt yfir og bakar í 12-15 mín., eða þar til brauðið er orðið þurrt og ristað.  Brauðið geymist nokkuð vel í lokuðu íláti.  Svo þegar þig langar í salsa eða osta þarftu ekki að kaupa kex, þú áttir það heimatilbúið.

Verði þér að góðu :-)

Nammi 🩵