Fullur snjókall

Það sem til þarf er:

F. 2

Í skraut:

Saxaðar kakó nibbur og heslihnetur, stórir sykurpúðra, grillpinnar

Í sykur síróp:

1/2 bolli vatn

1/2 bolli sykur

Í kokteilinn:

0.30 ml sykur sýróp

2 tsk. kakó nibbur

0.90 ml Koníak

2 dl Guinness bjór eða annar dökkur bjór

Klaki

Kókosmjólk

Varúð! Hann er göróttur hann þessi ;) En hann er skemmtilegur fyrir þá sem eru fyrir dökkan bjór svo á hann svolítið vel við á þessu árstíma, þó svo við séum ekki með snjó hér í borginni akkúrat núna. Prófaðu endilega.

Svona geri ég:

Undirbúningur: Sykur og vatn er hitað að suðu og látið malla í smástund þar til allur sykurinn er leystur upp. Tekið að hitanum og hellt í litla könnu og kælt. Heslihnetur og kakó nibbur saxaðar nokkuð fínt og settar á undirskál. Þegar þú ert tilbúin að blanda drykkinn er smávegis af sykursírópinu hellt á undirskál og brúninni á glasinu dýfið í sírópið og síðan í hnetu- og kakó nibbublönduna.

Blandan: Kakó nibburnar eru marðar í sykur sírópið með skeið í kokteil hristara. Klaki er settur í hristarann og Koníakinu bætt út í og að hrist vel saman og sigtað í glösin og þau fyllt upp með bjórnum. Kókosmjólkin er fleytt ofan á drykkina með skeið. Tveim sykurpúðum er stungið á grillpinna sem er svo stungið í glösin svo sykurpúðarnir standi upp úr drykknum við brúnina á glösunum.

Verði þér að góðu :-)

Varlega 😬