Stökk púrru

Það sem til þarf er:

f. 4-6

4 púrrur

Ólífu olía

Grófar sjávarsaltflögur

Fyrst þegar ég fékk svona púrru féll ég alveg fyrir henni mér fannst hún var svo góð. Svo gerði ég skammt af henni heima og hafði með nautasteik. Það fór alveg eins hjá familíunni og sérstaklega dætrunum, sem eru ekki miklar laukkonur, allir elska stökka púrru. Ef ég er með steik og spyr þau hvað þau vilji fá með henni, er svarið alltaf það sama, stökka púrru...... :-) og Bernaise sósu, svo má ég ráða rest.... hahaha. Þegar ég fékk púrruna fyrst var hún steikt í olíu á pönnu, en mér finnst betra að steikja hana lítilli olíu í ofninum. Kannski verður þetta vanabindandi hjá þér eins og okkur........

Svona geri ég púrruna:

Ofninn er hitaður í 200°C. Púrran er skorin eftir endilöngu, frá rótinni og uppúr, í 4 hluta (hangir saman á rótinni), og þvegin mjög vel svo öll mold og sandur skolist vel af. Svo kemur handavinnan. Hver fjórð-ungur er síðan skorinn í fingurlanga bita og hver biti svo skorin í örþunnar ræmur. Þegar öll púrran er skorin (vonandi allir fingur á síðnum stað ;-7) er henni dreyft á bökunarpötu og slurk af olíu er drussað yfir, alls ekki of miklu, þessu svo velt vel saman og saltað. Eftir 10-12 mín. er púrrunni velt um plötuna og dreyft vel úr henni aftur. Hitinn er lækkaður í 160°C og púrran bökuð áfram þar til hún er orðin nokkuð dökk og alveg þurr og stökk. Það þarf að fylgjast vel með henni í restina og velta henni nokkrum sinnum um plötuna. Þegar púrran er steikt er gott að vera búinn að leggja dagblað á eldhús-borðið og hella henni af bökunar-plötunni á blöðin og láta hana kólna alveg og alla auka fitu þorna af henni í blöðin. Smakka til með salti við ef þér finnst vanta. Púrran geymist í um 5-6 daga í lokuðu boxi. Hér er linkur á heimalagað smörrebröd með roast beef, ef þú vilt kíkja á það, púrran er rosalega góð ofaná.

Verði þér að góðu :-)

Man.., oh man..... 🤗