Cheese steak
Það sem til þarf er:
F. 4
1 box sveppir, í sneiðum
1 laukur, saxaður
2 grænar paprikur, í bitum
500 gr. eldað nautakjöt, í þunnum sneiðum ( má auðvitað vera lamb, eða annað kjöt)
1 hvítlauksrif, marið
1 msk. ítölsk kryddblanda
1 tsk. chili flögur
1/4 krukka pastasósa
200 gr. rifinn mozzarella
Smjör til að steikja úr
Borið fram með:
Grænu salati
Það er alltaf gott að eiga nokkrar góðar og einfaldar uppskriftir í handraðanum, þar sem jafnvel er hægt að nota afganga af kjöti í, má auðvitað nota ferskt kjöt en þá þarf að steikja það meira. Þessi steinliggur, spicy og löðrandi í osti, þarf eitthvað að hafa fleiri orð um hana, ég held ekki? Go for it!!
Svona geri ég:
Ofninn er hitaður í 220 °C og eldfast fat smurt að innan. Sveppir, paprika, laukur og hvítlaukur eru steikt upp úr smjöri á rúmgóðri pönnu. Tekið af pönnunni og sett til hliðar, síðan er kjötinu bætt á pönnuna ásamt kryddinu, salti og pipar og allt hitað vel í gegn. Grænmetinu er bætt á pönnuna aftur og öllu blandað vel saman. Pastasósunni er blandað saman við og kjötinu hellt í eldfasta fatið, ostinum er dreift yfir allt og fatinu stungið í ofninn og bakað í 20-25 mín. þar til allt er búbblandi heitt og osturinn orðinn gylltur. Borið fram með grænu salati.