Kartöflumús með ristuðum hvítlauk

Það sem til þarf er:

F. 4

2 msk. ólívu olía

8 stór hvítlauksrif, óskræld

900 gr. mjölmiklar kartöflu, skrældar og skornar í jafnstóra kubba

50 gr. smjör

2 msk. mjólk

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Þessi er dásamleg og einföld. Þú þarft ekki að baka hvítlaukinn í ofniinum, heldur er hann látinn malla í olíu, síðan er músin sett í matvinnsluvél, svo hún verður eins og silki. Dásamleg með villibrá, steik eða hverju sem er. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Olían er hituð á lágum hita í litlum potti og hvítlauksrifin látnir malla í 8-10 mín., þar til þau eru gyllt og meyr. Kartöflurnar eru soðnar meyrar í söltu vatni í 10-12 mín., þar til þær eru meyrar. Þá er vatnið síað af þeim og þær maukaðar, þar til það er flauelsmjúk áferð á þeim. Síðan er smjöri hrært saman við þær og þynnt með smá mjólk. Hvítlaukurinn er kreistur úr hýðinu og þeyttur vel saman við kartöflurnar. Smakkað til með salti og pipar.

Verði þér að góðu :-)

Kremuð og kreisí góð 🧄🥔