Espresso Martini

Það sem til þarf er:

f. 2-3

1 skot kælt espresso

3 hlutar Vodka

1 hluti Kahlúa

1 hluti Galliano

Klaki

"I must get out of these wet clothes and into a dry Martini..    "     er haft eftir einhverri stórstjörnunni,  eins og talað úr mínum munni ;-)

Mér finnst klassískur Martini flottur og fágaður drykkur, sterkur og krassandi,   borinn fram í fallegu glasi sem er gaman að sötra úr.  Jafnvel að ímynda sér að ég sé dama á tíma þegar Frank Sinatra og  James Bond, Mr. Bond .... shaken not stirred, voru aðal töffararnir.  Hugsa sér reykfylltan klúbb fullun af dansandi fólki og seyðandi tónlist....  Í dag er búið að tvíka þennan gamla góða drykk upp, og para hann með allavega nýjum bragðefnum, jafnvel hvorki gin eða vermouth í honum.  Hér er ein útgáfan með Khalúa og Vodka

En svona hristum við upp í blöndunni:

Kokteilglösin eru kæld.  Klaki settur í hristara og innihaldinu skutlaði í hann, svo er að hrista vel.  Sigtið er haft á stútnum svo klakinn verði eftir og freyðandi blöndunni er skipt á milli glasa... og svo teygað á. 

Njóttu vel ;-)

Express  🫘