Gellur a la Mosó

Það sem til þarf er :

f. 2

600 gr. nýjar gellur

1 dl hveiti

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

Spínat, koríander, púrra og avokado blandað saman.

Limesafi og smá letta af extra virgin ólífu olía ofaná.

Limebátar

Ég er nýbúin að læra að borða og meta þessa litlu dásamlegu fisk mola.... jummý. Fisksalinn minn í Fiskbúðin Mos kenni mér að elda þær svona og hann lofaði að þetta klikkaði ekki... Hann hafði rétt fyrir sér, búin að vera sjúk í gellur síðan :-)

Svona átti ég að gera:

Hveitið er sett í plastpoka og gellurnar með, svo er snúið upp á endann á pokanum, en það þarf að vera loft í honum eins og blöðru. Svo er pokinn hristur svo hveitið jafnist á fiskinn. Olía er hituð á pönnu, hún þarf að vera snarpheit. Gellurnar steiktar gylltar (tíminn fer eftir stærð, en ekki ofsteikja), saltað og piprað. Á þessum punkti þarf ég alltaf að passa mig á að græðgin beri mig ekki ofurliði og ég stingi einum bita í munninn og brenni mig ekki í góminn :-/ Gellurnar eru bornar fram með góðu grænu salati og fullt af limebátum.

Verði þér að góðu :-)

Gullmolar :)