Einföld fiskisúpa

Það sem til þarf er:

f. 4

1 msk. olía

1 stór laukur, saxaður

100 gr. beikon, saxaður

1 msk. hveiti

6 dl fiskisoð (tenigur eða kraftur + vatn)

250 gr. litlar nýjar kartöflur, skornar í tvennt

Múskat

Cayanne pipar

1/2 tsk turmerik

3 dl mjólk

400 gr. fiskur, skorinn í bita (ýsa, lax, steinbítur, reykt ýsa eða annar fiskur sem þú vilt)

200 gr. rækjur (eða annar skelfiskur)

4 msk.rjómi

1 lúka söxuð steinselja

Gott brauð og smjör

Þessi súpa er frábær, ódýr, einföld og rosalega bragðgóð. 

Í eldamennskuna:  

Olían er hituð í nokkuð stórum potti, laukurinn og beikonið mallað í olíunni  í 8-10 mín., þá bætirðu hveitinu útí og leyfir því að malla í  ca. 2 mín., á meðan þú hrærir í pottinum, svo er soðinu hellt í pottinn og öllu hrært vel saman.  Kartöflunum er bætt útí og þær soðnar, (lokið sett á pottinn) í 10-12 mín.  Kryddað með cayanne pipar (passa sig, hann er sterkur) múskati, turmerik, salti og pipar, síðan er mjólkinni og rjómanum bætt útí, þá er fiskbitunum bætt útí súpuna.  Það er gott að vera búinn að krydda súpuna alveg áður en fisknum er bætt útí, svo hann fari ekki í mauk þegar hrært er í pott-inum, hann er svo látinn malla í smástund en síðast koma rækjurnar, bara rétt í lokin, svo þær soðni ekki og verði harðar. Saxaðri steinselju er svo dreyft yfir þegar þú berð súpuna á borð, en ekki gleyma góðu skorpumiklu brauði og smjöri til að hafa með. 

Verði þér að góðu :-)

Einföld en æði 🥣🍂