Snjóboltar

Það sem til þarf er:

Ca. 30 stk.

230 gr. smjör, stofuheitt

100 gr. flórsykur + meira til að strá yfir kökurnar í lokin

2 tsk. vanilludropar

300 gr. hveiti

100 gr. létt ristaðar valhnetur, fín saxaðar

1/2 tsk. salt

Dásamlega fallegar, ljúfar og "lekkerar". Smjörið og valhneturnar eru í aðalhlutverk í þessum fögru fannhvítu molum. Þær eru svo skemmtilega dömulegar. Þær eru með dásamlegu smjörbragði sem er undirstrikað með valhnetunum. Þær eru einfaldar og svo sannarlega þess virði að búa til.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Valhneturnar eru steiktar í ofninum í um 10 mín., svo þær rétt taki lit. Teknar úr ofninum, kældar og fín saxaðar. Ofnhitinn er hækkaður í 190°C. Smjörið er sett í hrærivélaskál og hrært upp. Vanilludropunum, salti og flórsykri er hellt út í og hrært létt og ljóst. Söxuðum hnetunum er blandað út í og síðan er hveitinu hrært saman við. Deigið skafið niður af hliðunum á skálinni og blandað saman við deigið. 1 kúfuð tsk. af deigi er rúllað í kúlu í lófanum og sett á pappírsklædda bökunarplötu með jöfnu millibili (þær stækka ekki mikið). Plötunni er stungið í ofninn og bakað í 10-12 mín., þar til þær eru orðnar ljósbrúnar á botninum. Á meðan kökurnar bakast er skál með ca. 100 gr. af flórsykri. Um leið og kökurnar koma úr ofninum er þeim velt upp úr flórsykrinum. Settar á grind og látnar kólna alveg, geymast vel í lokuðu boxi. Það er fallegt að dusta auka flórsykri yfir þær áður en þú berð þær fram í skál.

Verði þér að góðu :-)

Bráðna í munni 🤗