Líbanskar kofte

Það sem til þarf er:

F. 8

Í hakkið:

2 rauðlaukar, skornir í grófa bita

400 gr. lambahakk (ég nota svínahakk ef lambhakk er ekki til)

400 gr. nautahakk

4 hvítlauksrif, marin

1 lúka fínsöxuð steinselja

2 tsk. malaður kóríander (duft)

1 msk. cumin

1/4 tsk. cayanne pipar

1/4 tsk. allrahanda

1 tsk. kanell

1/2 tsk. engifer

Hvítlauks thaini sósa:

2 skarlottulaukar

1 stórt hvítlauksrif

2 dl grísk jógúrt

3 msk. thaini

3 msk. sítrónusafi

Salt og nýmalaður svartur pipar

Hunang

Ristuð sesamfræ

1-2 vorlaukar, þunnt skornir

Meðlæti:

Brennd græn chilli

Fínsaxað icebergsalat

Chillisósa

Hituð pítabrauð eða tortillur

Sítrónubátar

Það er alltaf svo gaman að borða sig inn í annan menningarheim og smakka hvað hinir í heiminum eru að boðra.  Thaini sósan er æði en það sem kom mest á óvart var hvað brennda  græna chilli-ið var gott, spicy en mjög gott alls ekki sleppa því og kjötið er frábært á bragðið.  Það er ekki alltaf hægt að fá lambahakk, auðvitað getur maður hakkað það sjálfur, en ég nenni því almennt ekki og kaupi þá svínahakk í staðinn.  Þægilegur réttur sem hægt er að undirbúa fyrirfram og skella svo á grillið  :-)

Svona geri ég:

Rauðlaukurinn er settur í matvinnsluvél og hakkaður smátt.  Settur í sigti og safinn pressaður úr honum, eða eins og ég geri á myndinni vind hann í hanskaklæddri hendinni (hanski nauðsynlegur annars fer lauklyktin ekki fyrr en með vorinu :-/ ) og læt hann þorna á pappír.  Laukurinn ásamt restinni af hráefninu er settur í skál og hnoðað mjög vel saman.  Hakkinu er skipt í 8 jafna hluta og þeim rúllað út í pulsur og grillpinna stungið i gegn .  Kælt og látið standa í allavega 1 klst.  

Sósan:   Sesamfræin eru ristuð á þurri pönnu og látin kólna.  Skarlottulaukurinn er saxaður smátt og hvítlauksrifið marið.  Jógúrt, thaini maukið og sítrónusafa er blandað saman í skál með lauk og hvítlauk, smakkað til með salti og pipar.  Þegar þú berð sósuna á borð er smá hunangi drussað yfir sósuna ásamt ristuðum sesamfræum og fínskornum vorlauk.

Meðlæti:  Allt meðlæti er gert klárt.  Þegar búið er að grilla kjötið eru grænu chilli-in grilluð á háum hita þar til það koma svartar blöðrur á  húðina á þeim.  Brauðin eru svo hituð í restina, það má líka gera í ofninum inni.  Allt borið á borð og hjálpa sér sjálfir.  

Verði þér að góðu:-)

Sumarið er komið 🌞