Drottningar salat

Það sem til þarf er:

f. 6

1 haus Icebergsalat

1 grillaður kjúklingur

1 stór lúka valhnetur, gróft saxaðar

1 stór grein rauð steinlaus vínber

Meðæti:

Gott súrdeigsbrauð

Smjör eða ólívu olía

Í sósuna:

1 lítil dós Gunnars majones

1 dl 10% sýrður rjómi

4-5 kúfaðar skeiðar Mangó Chutney

1 - 1 1/2 tsk. karrýduft

Salt

FIT FOR A QUEEN... ;-) Ég fékk þetta salat í afmæli hjá vinkonu minni. Það var borðað upp til agna og eigum við eitthvað að ræða sósuna.. Ég hefði getað borðað hana með skeið beint úrskálinni :-D

Svona er farið að:

Allt hráefni í sósuna er sett í skál og hrært vel saman, smakkað til, síðan er sósan sett í ísskáp og kæld, svo bragðið taki sig vel. Salatið er þvegið og rifið og komið fallega fyrir á bakka, svo er söxuðuðm hnetum og vínberjum dreyft ofaná, það fer eftir stærð vínberjanna hvort þú hefur þau heil eða skerð í tvennt. Svo er kjúklingurinn skorinn í bita og settur ofaná salatið. Það er alveg nauðsynlegt að hafa gott brauð með og smjör eða olíu til að dýfa brauðinu í. Gott salat verður varla einfaldara ferskt og sumarlegt og fyrirhöfnin svo til engin.

Verði þér að góðu :-)

Take a bow :-)