Púðursykurs terta mömmu

Það sem til þarf er:

2 dl eggjhvítur

3-4 dl dökkur púðursykur

1/2 L þeyttur rjómi settur á milli botnanna

Mamma er frábær bakari, það er bara mjög einföld staðreynd.   Hér er á ferðinni ein margreynd terta sem slær alltaf í gegn og glatt margs í munni, hún klárast alltaf eins og skot.  Ef þú ert hrifin af púðursykurs margengs þá er þetta þín terta.  Endilega prófaðu ;-)

Svona gerir mamma:

Ofninn er hitaður i 140°C, á blæstri.  23 cm tertuform er smurt vel að innan og bökunarpappír settur í botninn á því og hann er smurður líka.  Eggjahvíturnar eru þeyttar vel, þar til þær eru stífar, þá er púðursykrinum bætt út í smám saman og þeytt vel á meðan.  Deiginu er skipt á milli formanna og yfirboðið sléttað með sléttum spaða.  Stungið í ofninn og bakað í 45-60 mín., þar til marengsinn er fullbakaður.  Formin eru tekin úr ofninum og botnarnir látnir kólna verulega, áður en þeir eru teknir varlega úr formunum og pappírinn tekinn undan botnunum.  Settir á grind og kældir alveg.   Annar botninn er settur á tertudisk og þegar á að setja tertuna saman, finnst mömmu best að setja þeytta rjómann á milli botnanna, kvöldinu áður en á að bera hana á borð, svo hún blotni aðeins.  Rjóminn er þeyttur og smurður ofan á neðri botninn og síðan er hinn settur á rjómann.  Sett í ísskápinn yfir nótt. Borin á borð og notið með vinum, annaðhvort sem eftirréttur eða sett á kaffiborðið.

Verði þér að góðu ;-)

Snilld 🍰