Pestó

Það sem til þarf er: 

ca. 2 litlar krukkur

3 búnt basil

2 hvítlauksrif, marin

1/4 bolli furuhnetur

2/3 bolli extra virgine ólífu olía

Salt og pipar

1/2 bolli fínrifinn Pecorino eða Pamesan ostur

Það eiga örugglega flestir góða uppskrift af pestó.  Ég hef oftast keypt mér pestó útí búð í gegnum árin.  Stundum auðvitað gert eina og eina krukku, þar til ég gerði þessa uppskrift.  Einhvern veginn féll ég alveg fyrir henni og geri núna annan skammt strax ef síðasti er að verða búinn.  Ég bý mér oft til salat í hádeginu úr afgöngum eða einhverju sem er til í ísskápnum.  Það er ótrúlegt hvað ein skeið hrist í slatta af ólífuolíu er góð dressing og gerir hversdagslegt salatlauf að einhverju sérstöku.  Svo nú verð ég að fá fixið mitt reglulega :-)

Svona geri ég:

Basil, furuhnetur, hvítlaukur er marið gróft í blandara, þá er oliunni blandað útí ásamt salti og pipar.  Sett í skál og ostinum hrært útí, sett í krukkur með borði af olíu ofaná.  Ég passa alltaf að jafna yfir yfirborðið þegar ég er búin að fá mér úr krukkunni og set meiri olíu ofaná.  Geymist í ísskáp í 2-3 vikur. 

Verði þér að góðiu :-)

       Elsk'ekki allir Pestó? 🤨