Kínóa morgungrautur

Það sem til þarf er:

1 dl kínóa

2 dl vatn

¼ dl hörfræ

1 tesk. kanell

½ tesk kúrkúma

Salt (lítið)

Kínóa fræ eru súperfæða. Frábært að búa sér til graut á morgnana úr þeim.

Svona er aðferðin:

Allt sett í pott og soðið við lágan hita í ca. 10 mínútur, látið standa í smástund. Mér finnst gott að blanda saman og eiga í einni krukku blönduð þurrkuð ber og í annarri, allskonar ósteiktar hnetur til að hafa útá og smá auka kanel. Þessi grautur stendur vel með þér til hádegis og er glútenlaus.

Verði þér að góðu :-)


Stendur vel með þér!