Sterkar orange/honey rækjur

Það sem til þarf er:

f. 2 sem máltíð, f. 4 sem forréttur

600 gr. risarækjur, afþýddar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1/2 bolli maismjöl

2 stór egg, þeytt

1/4 bolli olía

Ristuð sesamfræ 

2 vorluakar í þunnum sneiðum

Í sósuna:

1/4 bolli hunang

Fínrifinn börkur af einni appelsínu 

2 msk. af appelsínusafa

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2 tsk. chrushed red pepper flakes

1/4 tsk. engiferduft

Meðlæti:

Gott súrdeigsbrauð 

Smjör

Okkur finnst gott eins og svo mörgum, að fá okkur kósýmat á föstudagskvöldum.  Það er svo notalegt að vera í eldhúsinu og útbúa eitthvað gott í vikulokin. Hlusta á goða músik, kveikja á kertum og kannski hvítvínsglas. Af því við erum bara tvö fullorðin í heimili, þá er okkar val á föstudags dekri keim af því.  Við erum mjög hrifin af skelfiski og sérstaklega rækjum.  Þessi uppskrif er nýja uppáhaldið okkar.  Spurning hvort þú verður á sömu skoðun bráðum?

En hér er aðferðin:

Maísmjölið er sett í plastpoka ásamt saltiog pipar.  Svolítið loft er skilið eftir í pokanum og honum lokað þannig að hann sé eins og blaðra og rækjurnar hristar í honum þar til þær eru þaktar  mjöli. Olían er hituð á stórri pönnu. Eggin eru léttþeytt og rækjunum dýpt í eggjahræruna einni í einu og þær steiktar á báðum hliðum, þar til þær eru gylltar og fullsteiktar, ca. 1-2 mín.  Eldhúsblað er sett á stóran disk og rækjurnar settar á hann þegar þær eru steikar, svo olían leki af þeim.  Allt sem fer í sósuna er sett á pönnuna sem rækjurnar voru steiktar á og látið malla á lágum hita í 1-2 mín., þar til sósan þykknar.  Rækjurnar eru settar á fat og sósunni hellt yfir ásamt sesamfræum og söxuðum vorlauk.  Borið fram með brauði og smjöri.  Það skemmir ekki, að sötra kalt Cava freyðivín með.

Verði þér að góðu!

**Föstudags uppáhald**