Kóríandersósa

Það sem til þarf er :

2 msk. olía

1 laukur, smátt saxaður

5 sveppir, smátt saxaðir

1 tsk. kóríanderfræ

1/2 msk. appelsínubörkur, ysta lagið skorið í strimla

2 dl rauðvín

1 msk. rauðvínsedik

1 msk. hunang

4 dl. villibráðar- eða andakraftur frá Oskar

Sósujafnari

30 gr. kalt smjör

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Dásamleg sósa með eiginlega hvaða steik sem er, villibráð, önd og jafnvel nautasteik. Uppskriftin er frá snillingnum Úlfari Finnbjörnssyni, sem er landsmönnum vel kunnur. Hún kom út í Gestgjafanum fyrir einum tuttugu árum síðan. Hún er ein af mínum "go to" sósum, þegar ég er að vanda mig og mikið stendur til. Ég veit þú verður mér sammála þegar þú prófar hana :-)

Svona er uppskriftin:

Hitið olíu í potti og látið lauk, sveppi og kóríanderfræ krauma í henni í 1-2 mín., Bætið appelsínuberki, rauðvíni, rauðvínsediki, og hunangi út í og sjóðið niður þar til lögurinn þykknar og verður sírópskenndur. Þá er soðinu bætt út í og soðið áfram niður um 1/4. Þykkið þá sósuna með sósujafnara, takið pottinn af hellunni, bætið smjörinu út í og hrærið í með sleif á meðan. Eftir að smjörið er komið í sósuna má hún ekki sjóða, síið sósuna.

Verði þér að góðu :-)

Fullkomin 👌🏻😉