Skyrbrauð

Það sem til þarf er:

2 stk. brauð

40 gr. smjör, brætt

5 dl mjólk

5 tsk. þurrger

2 tsk. sykur

3 tsk. salt

Hveiti 800 gr. - 1 kg.

2 dl rjómaskyr

1 egg, þeytt með smá vatni

Gott með:

Heimagert smjör

Þetta brauð er ég búin að baka á mínum bæ í mörg ár, og er alltaf jafngott. Skyrið gefur svo gott bragð og áferðn á brauðinu er svo mjúk og ómótstæðileg. Ef þú átt heimagert smjör, ertu í frábærum málum. Tilvalið að prófa þetta brauð í dag :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C, bökunarplata gerð klár með bökunarpappír á. Smjörið er brætt og mjólkinni bætt útí og hituð aðeins rúmlega líkamsheit, svo er skyrinu hrært samanvið. Þurrgerinu ásamt 800 gr. af hveitinu er blandað saman í stóra skál og vel volgri mjólkurblöndunni hrært saman við hana með sleif. Deginu er hellt á borðið og það hnoðað og bætt í það mjöli ef þarf, mjúkt og sprungulaust. Passa samt að það verði ekki og stíft.

Degið látið hefast í skál með plasti á í 25 mín. Deginu er rúllað aftur á borðið og það mótað í tvö brauð og þau sett á bökunarplötu og látin hefast í 15-20 mín. Pensluð með þeyttu eggi og skáskurðir skornir ofaní brauðin. Bökuð í 35-40 mín., eða þar til þau eru gyllt og holt hljóð í þreim ef það er bankað laust í þau.

Hér getur þú fengið uppskrift af heimagerðu smjöri, ef þú átt aukarjóma og langar að prófa, það er rosa auðvelt og mjög gott.

Verði þér að góðu :-)