Sítrónugrafinn lax með gremolata

Það sem til þarf er:

f. 6, með öðrum smáréttum

500 gr. lax í mjög þunnum sneiðum

1 msk. salt

1 msk. sykur

Safinn af 1 sítrónu

Gremolata:

1 búnt graslauakur

1 búnt steinselja

1 hvítluaksrif, marið

Fínrifinn börkur af 1 sítrónu + 2 msk. sítrónusafi

Meðlæti:

Sýrður rjómi

Gott súrdeigs- eða kjarnarúgbrauð

Mín uppástunga að föstudags dekri er, að mínu mati skotheld ;-) Ferskur lax snögg grafinn í 1 klukkutíma, borinn fram með gremolata ofaná góðu dökku brauði með sýrðum rjóma og köldu glasi af spænsku Cava :-)

Svona geri ég:

Mér finnst gott að skera laxinn frá hlið, inn að miðju, þá eru sneiðarnar passlega stórar. Laxasneiðunum er komið fyrir í einföldu lagi á fati, salti og sykri er dreyft jafnt yfir sneiðarnar og sítrónusafa drussað yfir. Látið standa í 1 klst. í ísskáp. Öllum hráefnunum í gremolatað er blandað saman í skál. Borið fram með sýrðum rjóma, brauði og gremolata.

Verði þér að góðu :-)

Langar þig ekki í bita 😋