Piparköku Manhattan

Það sem til þarf er:

f. 6

210 ml. Bourbon

90 ml. Vermouth Rosso

90 ml. Vermouth, ljós

90 ml. Gin

150 ml. piparkökusýróp

Nokkrar skvettur af Angostura orange Bitters

Klaki

Skraut:

Ræma af appelsínuberki

Kanelstöng

Piparkökusýróp, í 9-10 drykki:

2 dl vatn

100 gr. dökkur púðursykur

100 gr. sykur

1 appelsína í 4 bátum

1 kanelstöng

5 negulnaglar, marðir

1/4 múskathneta marin með kökukefli

20 gr. ferskt engifer

Gamlárskvöld!!!   Kokteill kvöldsins er Piparköku Manhattan.  Hann er spicy og kröftugur, kemur svo sannarlega fjörinu af stað!

Svona geri ég:

Allthrefni í sýrópið er sett í pott og látið malla í 30 mín.  Látið kólna og síðan síað í könnu.  6 kokteilglös eru skreytt með appelsínu berki og kanelstöng.  Öllu efni í kokteilana er hellt í hristara með klaka og hrist duglega og síað í glösin.  Happy days!

Verði þér að góðu :-)

Gleðilegt nýtt ár 🎊🥂