Hægeldað lambalæri með boulanger kartöflum

Það sem til þarf er:

f. 4-6

3 miðlungsstórir laukar, í þunnum sneiðum

6 stórar kartöflur, skrældar og skornar í þunnar sneiðar

Nokkrar ferskar thyme greinar, laufunum rennt af stilkunum

Salt og pipar

1 lambalæri 2.3 - 2.5 kg

1/2 hvítlaukur, skrældur og laufin skorið í 2-3 sneiðar

1/2 L kjúklingasoð

Á þessum annatíma þegar allir eru á hraðferð, og tíminn yfileitt lítill er ágætt að eiga uppskrift á kantinum, af góðum en fljótlegum mat að grípa í.  Ég mæli með þessu læri það er lungamjúkt og yndislega djúsí.  Svo er alveg frábært að meðlætið og sósan er allt að eldast á sama tíma og í sama fati og lærið.  Að moppa kjötkraftinn upp af disknum með kartöflunum og kjötið dettur af beinunum, unaður að borða lamb á þennan hátt :-)

En svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 130°C.  Ef þú átt mandólín til að skera grænmetið með er þar snilld, annars að skera þunnt með hníf. Lauk, kartöflum, salti, pipar og timian er blandað saman og jafnað út í ofnfati eða skúffu.  Grunnir skurðir eru skornir í lærið með jöfnu millibili og hvítlauknum stungið í skurðina og þrýst inn í kjötið svo hann brenni ekki, saltað og piprað.  Lærið er lagt ofaná grænmetið og soðinu er hellt yfir.  Stungið í ofninn í 4-5 tíma, eða þar til kartöflurnar eru stökkar að utan en mjúkar að innan.  Þegar lambið er tilbúið er það tekið ur ofninum og hulið með álpappír og látið standa í 20 mín., svo er val hvort þú vilt hafa eitthvað fleira með. 

Verði þér að góðu :-)

Kósý helgarmatur 😀