Aspas salat með baconi og eggjum

Það sem til þarf er:

f. 4

12 sneiðar bacon

4 egg

2 búnt ferskur aspas

50 gr, heslihnetur grófsaxaðar

Dressing:

3 msk. hnetuolía

2 msk. repjuolía

1 msk. eplaedik

2 tsk. Dijon sinnep

Góður hádegisverður eða léttur kvöldmatur með vinkonunum og köldu hvítvínsglasi og svolítið slúður.. :-)  Það hljómar eins og eitthvað skemmtilegt.  Ég er svo hrifin af ferskum aspas, svo er hann líka hollur.

Svona geri ég:

Hitaðu ofinn í 200°C.  Hneturnar eru settar á álpappír og ristaðar í 5-7 mín., þá eru þær teknar úr ofninum og geymdar.  Beikonið er steikt alveg stökkt á pönnu, kælt og mulið gróft og blandað með hnetunum.  Eggin eru soðin í 5 mín. og kæld undir vatnsbunu, síðan skræld og skorin í 4 báta.  Aspasinn er beygður um miðjuna og brotnar þar sem hann er orðinn trénaður, þeim hluta er hent.  Aspasinn er soðin í 5 mín. í saltvatni.  Á meðan er hnetum og beikoni stungið í ofninn í nokkrar mín., og hitað upp.  Salatið er  svo sett saman, fyrst aspas svo hnetur og beikon, þá eggin og að lokum dressing og smá salt og pipar.  Létt og mjög gott, svo má bæta við góðu brauði ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegt 🤗