Lime/chili og hvítlauksrækjur

Það sem þarf til er:

f. 6

1 kg. risarækjur

200 gr. smjör

1 rautt chili, fræhreinsað og smátt saxað

1 lime, safinn + 1 í bátum til að bera fram með

1 lítið búnt kóríander, saxað

1 hvítlauksrif, pressað

Salt og pipar

Mér finnast tígrisrækjur frábærlega góðar, og í þessari uppskrift sem ég fékk hjá mömmu á páskunum var það staðfest einu sinni enn, hvað þetta er gott hráefni, og ekki verra hvað þarf lítið til að gera góða rétti úr þeim. Endilega prófaðu :-)

En svona ferður að:

Smjörið er brætt á pönnu, chili, kóríander og hvítlaukur látið malla í smjörinu í smástund þá er rækjunum bætt útí og þær látnar malla í smjörinu þar til þær eru orðnar bleikar, þá er kryddað með salti og pipar og limesafanum bætt við. Svo berðu þær fram á pönnunni með góðu brauði eða gerir eins og mamma gerir á myndinni, jafnar smjörinu á milli lítilla glasa og setur rækjurnar á brúnina og limebáta með á disk....

Verði þér að góðu :-)

Rosa góðir risar 🥂🍤