Aspasbaka með Hollandaise

Það sem til þarf er:

f. 4

1 rúlla af smjördeigi (best að kaupa hjá bakaranum, en er hægt að fá í stórmörkuðum)

150 gr. smjör, brætt

1-2 búnt aspas, (fer eftir hvað þau eru stór, og stilkarnir sverir)

40 gr. rifinn parmesan

3 egg, aðskilin

Safi úr 1 sítrónu

Salt og pipar

Þvílík dásemd.... ég á ekki til orð!! Þvílík snilld t.d. á borðið ef þú ert með brön eða léttur hádegismatur um helgi me vinkonunum, prófaðu endilega!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Smjördeigrúllunni er rúllað út á ofnplötu, pappírinn sem rúllan er í er bökunarpappí svo þú setur hann beint á plötuna. 3-4 cm kantur er brettur inn á kantana á deigplötunni og grunnir skurðir skornir í miðjuna á deigplötunni þvers og kruss(passa að fara ekki í gegnum deigið). Bakað í 10-15 mín. eða þar til hún er gyllt. Miðhlutanum á botninum er síðan þrýst niður svo deigið falli saman, og rifnum parmesan dreyft ofaná.

Aspasinn: Aspasinn er soiðnn í sjóðandi saltvatni, tíminn fer eftir eftir þykkt stilkanna, ca. 3-5 mín. Gott er að láta vatnið leka vel af aspasinum í gróft sigti og láta gufuna og hitann rjúka vel af honum.

Hollandaise sósan: Smjörið er brætt í potti (það þarf að vera vel heitt, við suðu) eggin eru aðskilin, eggja-rauðurnar og sítrónusafinn eru þeytt í blandara, og sjóðandi heitu smjörinu hellt í mjórri bunu útí á meðan þeytt er á fullum hraða, saltað og piprað. Aspasinn er lagður í einfalda röð ofaná degið, mér fannst best að nota beitt, hrein eldhússkæri og sníða endana til eftir endilöng, svo hann passi vel í bökuna. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, og blandað varlega saman við sósuna með sleikju. Sósunnin er svo jafnað lauslega ofaná apsasinn, en ekki smurt alla leið útí kantana. Bökunni er svo stungið í smástund undir heitt grillið og grillað þar til sósan fær á sig gylltan lit. Borin fram volg eða heit.

Verði þér að góðu :-)

Uss..... just eat 😋