Smalabaka

Það sem til þarf er:

f. 4

400 gr. af elduðu lambakjöti, t.d. afgangur af helgarsteikinni

1 laukur, saxaður

2 púrrur, í sneiðum

2 hvítlauksrif, marin

2 msk. Worchestershire sósa

2 msk. tómatsósa

2 1/2 dl rauðvín

2 dl kjúklingasoð

500 gr. kartöflumús (mauka soðnar gulrætur eða rófur útí kartöflurnar, ef þær eru til)

1 msk. gróft sinnep

2 msk. ólífu olía

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Þegar ég elda helgar lambalæri fyrir okkur GM, er alltaf töluverður afgangur af kjöti. En það er sko ekkert verra, ég nota afganginn til að búa til eitthvað gott í byrjun vikunnar og klára þannig matinn sem ég keypti og eldaði. Frábær, eldsnöggur kósýmatur á köldu kvöldi. Það er sko engin matarsóun hér!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Laukurinn er steiktur í olíunni í 4-5 mín. Púrran er skoluð mjög vel og skorin í sneiðar. Henni er bætt útí laukinn ásamt hvítlauknum og mallað í 2-3 mín. Kjötinu er bætt útá pönnuna og öllu blandað vel saman. Worchestershire sósu, tómatsósu, rauðvíni og soði bætt á pönnuna og smakkað til með salti og nýmöluðum pipar. Soðið í 5-7 mín., þar til sósan er oðrðin aðeins þykkari, síðan sett í eldfast mót. Grófa sinnepinu er blandað saman við kartöflu-músina og henni er smurt ofaná kjötið. Gaffli stungið hér og þar í músina til að búa til toppa, stungið í ofninn og bakan er bökuð í 20 mín. Það er gott að hafa soðið grænmeti með eins og t.d. grænar ertur.

Verði þér að góðu :-)

Kósý 😋