Tortellinisalat með engifersósu

Það sem til þarf er:

F. 4

1 poki ferskt tortellini með osti , soðið skv. leiðb. á pakka

1 appelsínugul paprika, í bitum

1/2 gúrka, kjarnhreinsuð, í bitum

1/2 rauðlaukur í þunnum sneiðum

1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

400 gr. skinka í teningum (Bayonne eða partýskinka)

1 lítil dós ananas í bitum, geyma safa f. dressingu

Dressing:

1/4 bolli majones

1/4 bolli sýrður sjómi

1/4 bolli ananassafi

1/2 msk. Dijon sinnep

Skvetta af Shriracha sósu (varlega hún er sterk)

1/2 tsk. hvítlauksmauk frá Blue Dragon

1 tsk. engifermauk frá Blue Dragon

Svatrur pipar

Meðlæti ef þú vilt:

skorpumikið brauð og smjör eða góð olía

Yndislega litríkt og gott salat, sem er stútfullt af grænmeti og góðum hlutum. Létt í magann og fyrirhafnarlítið. Ef það verður afgangur, er það upplagt í netisboxið til að eiga í hádeginu daginn eftir.

Svona geri ég:

Öllu sem á a fara í dressingun er blandað saman og smakkað til. Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka. Grænmetið er skorið, síðan er öllu blandað saman í skál. Það er ágætt að setja nokkrar skeiðar af dressingu útá salatið og blanda því vel saman Það getur beðið svona í ísskáp til næsta dags, ef þú vilt. Passa að setja ekki of mikið af dressingu, bara nokkrar skeiðar, svo pastað drekki hana ekki alla. Skorpumikið brauð og smjör eða góð olía, er að sjálfsögðu frábært með.

Verði þér að góðu :-)

Litríkt og ferskt 🥰