Rækjur með parmaskinku og basil

Það sem til þarf er:

F. 4

18 risarækjur

3-4 sneiðar Parmaskinka

18 basil lauf

Ólívu olía

Stálpinnar eða trépinnar

Hvítlauks vinagrette:

5 msk. ólívu olía

1 msk. rauðvínsedik

1 tsk. Dijon sinnep

2 marin hvítlauksrif

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Rækjur eru "guilty pleasure" hjá mér, reyndar allur skelfiskur. Hér er gömul uppskrift af forrétti eða smárétti, sem ég hef gert mjög oft og finnst alveg frábær. Það er langbest að grilla hana á útigrilli, en á blessaða landinu okkar getur það stundum verið mikil áskorun að gera það, sérstaklega á veturna. En við GM eru svo heppin að arininn í bústaðnum okkar er með grind til að grilla á. Svo, þegar úti er veður vont, grilla menn bara inni. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Hvítlauks vinagrette-ið: Öllu hráefninu er blandað saman í skál og þeytt saman og geymt í kæti þar til á að nota það.

Rækjurnar: Rækjurnar eru afþýddar og þerraðar vel. Hverri skinkusneið er skipt í 6 hluta. Basillauf er sett á endann á skinkusneið og 1 rækja sett ofan á það, síðan er þessu rúllað upp og stungið á pinna, haldið áfram eins, með restina af hráefninu. Rækjurnar eru penslaðar með olíu og síðan grillaðar, þar til rækjurnar eru gegn steiktar. Bornar á borð með hvítlauks vinagrette-inu og góðu brauði ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Love it 🍤❤️