Tjarnarhvamms sultan

Það sem til þarf er:

í 4-5 krukkur

700 gr. rabarbari (má vera frosinn)

400 gr. krækiber

800 gr. sultunar sykur

(nokkrir dropar sítronusafi ef vill)

Tjarnarhvamms sultan, dregur nafnið af sumarbústaðnum okkar, en þar gerði ég þessa fyrstu tilraun í sultugerð sem ung kona. Ég var í mikilli uppskeru stemmingu það haustið man ég og fannst ég verða gera eitthvað almennilegt, því ekki tek ég slátur :-/ Heimilifólkið var hrifið af þessari frumsömdu sultu, svo ég hef haldið áfram að búa hana til flest ár. Það er ákveðin hefð sem fylgir því að sjóða Tjarmnarhvamms sultuna, hún er alltaf framleidd á býli, beint frá bónda og það verður að vera til nýtt skorpumikið brauð og kalt smjör til að borða með volgri sultunni..... ég veit, græðgi :-)

Svona geri ég:

Rabarbarinn er skorinní 1 1/2 cm bita, ekkert verra þó hann sé frosinn, hann er settur í pott ásamt bejum og sykri. Suðan látin koma rólega upp, og látið malla í 7-10 mín. Best er að athuga hvort sultan er passlega hlaupin með því að láta nokkra dropa renna eftir disk, ef hún þykknar fljótt er hún tilbúin, ef þér finnst hún of þunn sýður þú hana í smástund lengur og athugar svo aftur. Gott er að láta mesta hitannn rjúka af sultunni áður en hún er sett í hrein glös. Ég skil eftir nokkurra mm borð efst í krukkunni og klippi út smjörpappírslok og set ofaná áður en ég loka krukkunni fast. Ég læt krukkurnar standa á hvolfi á meðan þær kólna alveg. Óopnuð krukka geymist á köldum stað í um 1 ár.

Verði þér að góðu :-)

Svona sótthreinsa ég krukkur:

Ég hita ofninn í 150°C. Nýþvegnum krukkum og lokum er raðað í ofnskúffu og þær bakaðar í ofninum í 20 mín. Sultunni er ausið sjóðheitri í krúkkurnar.

Passa puttana sultan og krukkurnar eru heitar!

Elsk'ana <3 <3