Primavera pesto

Það sem til þarf er:

ca. 100 gr.

1 stórt búnt ferskt baslilauf

1 stór lúka ítölsk steinselja

1 tsk. ristaðar furuhnetur

40 gr. fínrifinn parmesan ostur

1 stórt hvítlauksrif, marið

1+4 msk. exrta virgin ólífu olía

Pestoið er frábært.  Það er aðeins þykkara en þetta venjulega en er yndi á bragðið.  Þegar ég er búin að blanda það, strýk ég með skeið yfir efsta lagið svo það sé slétt og svo helli ég ca. 1/2 cm af extra virgin ólífu olíu yfir og geymi krukkuna svo í ísskáp.  Þetta geri ég eftir hvert skipti sem ég er búin að nota pestoið.  Það geymist vel svona.

Svona geri ég:

Basillaufinu, steinseljunni, furuhnetum, hvítlauk og parmesanostinum er stungið í matvinnsluvél og maukað nokkuð gróft.  Púlsað áfram á meðan 1 msk. af olíunni er blandað saman við  síðan er restinni af olíunni hrært útí pestoið.  Sett í glerkrukku og  1/2 cm borð af extra virgin olífu olíu er hellt yfir í lokin.  Geymst í kæli.  

P.s.  Dasamlegt útí Pesto primavera minestrone 

Verði þér að góððu :-) 

Ítalskt vor 🌿🌻