Nauta tatare með sætum lauk, brómberjaediki og estragon olíu

Það sem til þarf er :

F. 4

Í tatare-ið:

2 tsk. Dijon sinnep

4-6 tsk. ólívu olía

7 msk. fín söxuð púrra

3 msk. fín saxaður lakur

1 msk. fersk estragon, fínsaxað

3 msk. fín saxaðar súrar smá gúrkur

1/2 kg. nautalund, hreinsuð og hökkuð mjög fínt, eða skafin í höndunum með hníf

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Laukurinn:

5 stórir laukar

1 tsk. sykur

1 msk. ólívu olía

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 grein fersk timian grein

Estragon olían:

100 gr. ferskt estragon

150 gr. vínberjaolía

Brómberjaedikið:

200 gr. fersk brómber

300 gr. hvítvínsedik

2 lárviðarlauf

2 svört piparkorn

50 gr. hunang

Skraut:

Rauðrófur

Steinselja

Súrar smágúrkur

Fyrir okkur sem eru hrifin af Beef tartare eða annarskonar hráu nautakjöti, er þessi uppskrift himnasending. Hún er með svolítið tvist, á þessa venjulegu. Ég var með þessa uppskrift í forrétt eitt gamlárskvöldið og hún var geggjuð. Svo falleg á hátíðarborðinu og dásamlega bragðgóð, enda gefur estragon olían og brómberjaedikið, svo skemmtilegan kontrast í munni, með mjúka kjötinu. Þar sem maður er ekki oft að borða svona mat, er svo gaman að hafa hann, þegar hátíð er í bæ. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Brómberjaedikið: Brómberin eru þvegin vel og sett í krukku með góðu loki. Edikið er soðið saman, með hunangi, lárviðarlaufi og piparkornum í nokkra mínútur. Edikinu og kryddinu er hellt yfir brómberin og krukkunni lokað. Hún er látin standa í ísskáp í 2-3 daga, þá er edikinu hellt í gegnum sigti og sett í flösku með þéttu loki. Geymist lengi í ísskáp.

Estragon olían: Estragonið er saxað gróft og sett í blandara ásamt olíunni og blandað í um 8-10 mín. Hreinn bleyjuklútur er settur yfir sigti og olían látin renna í gegnum kútinn, svo hún verði tær og fallega græn. Sett í litla flösku með þéttu loki, geymd þar til á að nota hana. Geymist í nokkra daga.

Laukurinn: Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar. Stór panna er hituð á meðalhita og olían sett á pönnuna ásamt lauknum, sykri, salti og timíaninu og látið malla í um 20 mín., undir loki. Þá er lokið tekið af og látið malla áfram í um 15 mín., þar til hann er gylltur, hrært í við og við. Laukurinn er tekinn af hitanum og settur í blandara og maukaður, smakkað til með salti og pipar

Tatare-ið: Sinnep, ólívu olía, púrra, laukur, estragon og súrar gúrkur eru sett í stóra skál, ásamt hökkuðu eða sköfnu kjötinu og blandað vel saman. Smakkað til með salti og pipar.

Borið fram: Tatare-inu er skipt í 4 hluta og það er mótað í hringlaga köku, svolítið háa, ef þú átt mót sem hægt er að kjötið inn í og lyfta upp, þá færðu hærri hring, þá er frábært að nota það. Sett á miðjan meðal stóran disk. Lauk mauk er sett ofan á með skeið og síðan er skreytt með þunnum sneiðum af rauðrófu, smátt söxuðum sýrðum smágúrkum og steinsejulaufi. 1-2 msk. af brómberjaediki er látið á aðra hliðina á diskinn upp við tatare-ið og sama magn af estragon olíu hinu megin. Borið strax á borð með kampavíni og litlu glasi af frosnu Grey Goose Vodka.

Verði þér að góðu :-)

Gamlárs flott🥂💞🎉