Heimagert smjör

Það sem til þarf er:

1/2 L rjómi

Sjávarsalt

Hreinn ostaklútur eða grisjuklútur

Ég ákvað að henda ekki rjóma sem ég ofþeytti óvart, heldur fara alla leið og gera smjör úr honum, það var frekar skemmtilegt að prófa það og mjög gott. Síðan gert smjörið viljandi, þegar ég á rjóma afgangs en sé ekki fram á að nota hann, þannig fer ekkert til spillis :-)

Svona gerði ég:

Rjóminn er þeyttur í hrærivél þar til hann skilur sig, þ.a.s. undanrennan skilur sig frá rjómanum. Þá er öllu hellt í sigti og undan-rennan látin leka vel af. Smjörið er sett í hreinan klút og restin af vökvanum kreist úr. Salti hnoðað uppí eftir smekk, eða krydd-jurtium sem þér þykja góðar og hafa með grillsteikinni. Mótað í 1-2 lengjur og kælt. Borið fram með nýbökuðu brauði eða því góðgæti sem þér finnst best með góðu smjöri. Geymist í um það bil 4 daga í kæli, en lengur í frysti. Mér finnst t.d. Skyrbrauð frábært með.

Verði þér að góðu :-)

Better með bötter ;-)