Ferskjur með ís, basil og hunangi

Það sem til þarf er:

f. 4

25 gr. smjör

2 vel þroskaðar ferskjur eða nektarínur

2 msk. fljótandi hunang

Safi úr 1 klementínu eða tangerínu

8-10 stór basillauf

Meðlæti:

Góður vanilluís

Hvítt súkkulaði, rifið

Eldhúsglugginn hjá mér er eins og ilmandi gróðurhús. Ástæðan eru nokkrir blómapottar, fullir af þrýstnum og fagurgrænum basilplöntum. Basil er frábært í pestó eins og allir vita en, það er líka gott í allskonar sætindi, eins og t.d. í þessum eftirrétti sem er í uppáhaldi hjá mér og mínum þegar sumarhimininn sýnir dimmkbláa litrófið, skotið með eldrauðu og gylltu. Það er svo yndislegur tími, fer að halla að uppskerutíma.

Svona geri ég:

Ferskjurnar eru skolaðar vel, steinninn fjarlægður og þær skornar í 8 þykka báta hver. Smjörið er brætt á pönnu og ferskjubátarnir steikir í smjörinu þar til þeir eru mjúkir, ca. 3 mín. Hunanginu er bætt á pönnuna og safanum úr klementínunni, látið malla í smástund. Basillaufunum er staflað saman og rúllað þétt upp, síðan er rúllan skorin í þunnar ræmur (julienne) og bætt útí ferskjurnar, tekið af hitanum.1-2 ískúlur eru settar í 4 skálar og volgum ferskjunum er hellt yfir, að lokum er rifnu hvítu súkkulaði drussað yfir ísinn og ferskjurnar, eins og hvern listir.

Verði þér að góðu :-)

Hvítur súkkulaðisnjór á heitar ferskjur :-J