Lamba - og Rósmarý pot pæ

Það sem til þarf er:

f. 6

1 kg. lambakjöt í bitum,upplagt að nota ódýra bita eins og súpukjöt

Gróft sjávarsalt og númalaður svartur pipar

1 msk. ólífu olía

1 stór laukur, saxaður

2 hvítlauksrif

3  gulrætur í þykkum sneiðum

2 msk. hveiti

1/2 L lambasoð

1 msk. Worcestershire sauce

2 greinar rósmarý, laufin fínsööxuð

500 gr. kartöflur, skrældar, í þunnum sneiðum

30 gr. smjör eða kryddsmjör

Comfort food eins og hann gerist bestur. Mér finnst fátt betra en hægeldað lamb í eigin soði, með grænmeti, fersku kryddi og ristuðu karföfluloki. Bragðmikil sósan, er soðið af lambinu og rósmarýinu, sem eru í einu besta "bragð" hjónabandi sem til er. Það er upplagt að búa til tvöfalt magn og eiga svo restina í frystinum þegar mikið er að gera.  Fullkomið!

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 190°C6  litlar eldfastar skálar eru smurðar vel að innan, eða eitt stórt fat.  Olían er hituð á háum hita í stórum potti og kjötið steikt í skömmtum svo það brúnist vel á öllum hliðum, saltað og pipað.  Tekið úr  pottinum og lagt til hliðar.  Hitinn er lækkaður í meðalhita og laukurinn og gulræturnar eru steiktar í 5 mín., hvítlauknum er bætt útí og steikt áfram í mínútu.  Hveitinu er bætt útí og steikt áfram í 1 mín. Kjötinu er síðan bætt útí ásamt soði, Worcestershire sósunni og rósmarý, kryddað til og látið sjóða undir loki á lágum hita í 30 min., eða þar til lambið er meyrt.  Kjötinu er skipt á milli skálanna, eða sett í fatið og kartöflusneiðunum raðað ofaná og smjörið sett í doppum ofaná, kryddað með salti.  Állok er sett ofaná skálarnar og bakað í 20 mín.,  þá er lokið tekið af og látið brúnast í 25 mín., áfram í ofninum. 

Verði þér að góðu :-)

Comfort food 💛