Frosinn jarðarberja Daiquiri

Það sem til þarf er:

f. 2

20 forsin jarðarber

2x snaps glas af ljósu rommi

2x snaps glas af jarðarberjalíkjör

Kreista af lime + 2 sneiðar (í skraut)

Klaki

Til skrauts:

2 fersk jarðarber

Lime sneiðar

Ertu búin að vera að vera að púla í garðinum í allan dag? Vinkona, þá áttu skilið að fá frosinn jarðarberja daiquiri, um leið og klukkan slær .. "kokteiltími". Tengdasonur minn hann Guðbjörn er að vinna með náminu í Árósum sem barþjónn á Caré Jorden, hann gaukaði að mér þessa uppskrift af þessum frábæra kokteil.

Girly time:

Öllu nema fersku jarðarberjunum og lime sneiðunum skuttlað í blandara og þeytt duglega.

Til skrauts:

2 kokteilglös eru skreytt með fersku jarðarberi, lime sneið og svo er þykkum hálffrosnum Daiquirinum skipt á milli glasanna, nammigott.

Verði þér að góðu :-)

Við eigum það svo skilið!