Tutti fruttti

Það sem til þarf er:

Eitthvað af þessu:

Mangó, plómur, hunangs melóna, epli, perur, mandarínur, vínber eða það sem til er í ísskápnum.

Bláber eða krækiber

Lífræn grísk jógúrt

Granóla stangir, gróf saxaðar

Það sem þér finnst best af þessu ofaná:

Sýróp, venjulegt (Tate&Lyle)

Hlynsýróp

Agave sýróp

Hunang

Það er kannski einum og GRAND að kalla þetta uppskrift, þetta er eiginlega bara samsetning af allskonar góðu til að fá smá nammi svona hversdags. Getur verið upplagt til að vinna upp restar af áxöxtum.

En, á GRAND nótum geri ég svona:

Ávextirnir eru skornir í miðlungsstóra bita. 2-4 msk. af jógúrt eru settar í botninn á glæru glasi eða lítilli skál. Góð hrúga af áxöxtum er sett ofaná jógúrtina, síðan önnur húga af kræki- eða bláberjum. Mér finnst best að setja mjóa bunu af venjulegu sýrópi ofaná. Það skemmir ekki að setja mulning af yfir Garanóla yfir.

Verði þér að góðu :-)

Tutti frutti!