Bakaður feta með oregano og chili

Það sem til þarf er:

f. 3-4 sem nart

1 fetakubbur

2-3 mks. góð ólífu olía

1 rautt chili, fræhreinsað og saxað smátt

1 pökkuð tsk. af ferskum oregano laufum

Meðlæti:

Skorpumikið snittubrauð

Hverjum þykir ekki heitur ostur góður? Hafa með honum, gott nýtt brauð með góðri skorpu. Að maður tali nú ekki um glas af góðu rauðvíni. Má ég kynna þig fyrir nýjasta uppáhaldinu mínu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Fetakubburinn er settur í eldfast fat sem er nokkuð svipað að stærð og osturinn. Chiliið er skorið smátt og dreyft yfir ostin, ásamt oregano laufunum og olíunni. Þetta er bakað í 10 mín., eða þar til osturinn er heitur og mjúkur, borið fram með nýju skorpumiklu brauði.

Verði þér að góðu :-)

Unaður!