Gnocchi með kastaníum, furuhnetum og brúnuðu smjöri

Það sem til þarf er:

F. 6

400 gr. mjölmiklar kartöflur

100 gr. eldaðar kastaníu hnetur, (fást vacum pakkaða og eldaðar)

275 gr. hveiti

2 msk.  Parmesan ostur, fín rifinn

1 eggjarauða

3 msk. ferskt majoram, saxað

75 gr. smjör

60 gr. furuhnetur

Hér er á ferðinni dásamlegt gnocchi með kastaníu hnetum, majoram brúnuðu smjöri og furuhnetum.  Það er auðvitað geggjað sem smáréttur, en enn betra með fasana, eð annarri villibráð.  Má gera fyrir fram og frysta.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Kartöflurnar eru skrældar og soðnar í um 30 mín., eða þar til þær eru mjög meyrar.  Hellt í sigti og látið leka vel af þeim.  Kastaníu hneturnar eru maukaðar með gaffli.  Kartöflurnar eru settar í skál með kastaníhnetunum og blandað saman.  Maukið er pressað í gegnum kartöflu ricer, eða fínt sigti.  Hveiti og osti er blandað varlega saman við maukið.  Dæld er gerð í miðjuna á maukinu og eggjarauðu, majoram og salti er blandað mjög varlega saman við.  Maukinu er hellt á hveitistráð borð og hnoðað varlega í þykkar pylsur, sem eru ca. 2.5 cm í þvermál.  Pylsurnar eru síðan skornar í 2 cm bita, sem er rúllað í lengjur, eins og kork tappar.  Lagðar í hreint hveitistráð viskustykki og á þessu stigi má lausfrysta gnocchi-ið, sett íbox þegar það er full frosið.  Annars er það geymt þar til á að nota það.  Salt vatn í stórum potti, er látinn koma að suðu, gnocchi-ið  er soðið í nokkrum skömmtum í 2-3 mín., (lengur ef það er frosið)  þar til það flýtur upp á yfirborðið.  Tekið úr pottinum með götóttum fiskispaða og sett í skál, með hreinu viskustykki í.  Helmingurinn af smjörinu er bræddur í stórri pönnu og því leyft að malla, þar til það verður föl brúnt.  Helmingnum af gnocchi-nu, er steikt án þess að hreyfa það, best er að hrista pönnuna, þar til það fer að brúnast á jörðunum.  Þá er helmingnum af furuhnetunum bætt á pönnuna og steikt áfram í 2 mín., kryddað og sett á disk.  Endurtekið með restina af gnocchi-inu, smjöri og furuhnetum.  Sett á diskinn með því sem var steiktir á undan og borið strax á borð, skreytt með söxuðu majoram og furuhnetum.  

P.s.  Frábært með áramóta fasananum eða annarri villibráð

Verði þér að góðu :-)

Jummó 🥔🧈🫘