Relish No. 2

Það sem til þarf er:

ca. 2 venjulegar sultuksrukkur

450 gr. tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir í bita

100 gr. gulrætur, í litlum bitum

2 sellerý stönglar, í þunnum sneiðum

1 stór laukur, smátt saxaður

1 græn paprika, í litlum bitum

150 ml. hvítvínsedik

50 gr. sykur

1 msk. gul sinnepsfræ

1/2 tsk. chrushed dried red chilies

100 gr. frosin maiskorn

Salt

Súr/sætt og stökkt grænmetis relish ómissandi með Spare ribs og allskonar örðum grillmat, eins og t.d. hamborgurum og grilluðum pulsum. Það er líka gott með grófum bökuðum kjötkæfum og paté. Geymist lengi í lokuðu íláti í ísskáp.

Svona geri ég:

Gulrætur og sellerý er soðið í smá vatni í 1/2 mín., til að mýkja það aðeins. Síað í sigti og sett í pott ásamt lauk, papriku, sykri og hvítvíns-ediki, og soðið í 10-15 mín. Þá er tómötum, korni, sykri, sinnepsfræum og chili bætt útí og þetta soðið á vægum hita niður um helming, ca. 15 mín., þassa að það verði ekki of þurrt. Saltað og smakkað til (t.d. meira chili ef þú vilt meiri hita). Geymist í lokuðu íláti í ísskáp í um 1 ár.

Verði þér að góðu :-)

Spare ribs

Kallar á Spare ribs =D