Spicy rækju parmesan pasta

Það sem til þarf er:

f. 4

1/3 bolli ólífu olía

1/4 bolli nýrifinn parmesan

4 hvítlauksrif, marin

1 msk. púðursykur

2 tsk. soya sósa

1/2 tsk. þurrkaðar rauðar chile flögur, meira ef þú vilta meiri hita

500 gr. stórar rækjur, afþýddar

250 gr. penne pasta

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

2 volaukar, í þunnum sneiðum

Meðlæti:

Parmesan, til að rífa yfir

Brauð, ef þú vilt

Pasta er ekki oft í matinn hjá mér, veit ekki af hverju.... En þetta kryddaða rækjupasta er oft málið, þegar mig langar í pasta. Það tekur engan tíma að elda og er svooo gott!

Svona geri ég:

Ólífu olía, parmesan, hvítlaukur, púðursykur, soya og rauðar piparflögur er þeytt lauslega saman. Rækjurnar eru settar í marinering-una og látnar marinerast í um 30 mín. Hrært í skálinni 1-2 sinnum. Pastað er soððið skv. leiðbeiningum á pakka. Vatnið látið leka vel af því. Stór panna er hituð á meðalhita og rækjumnar ásamt marineringu er steikt á pönnunni þar til rækjurnar eru orðnar bleikar og gegnheitar um 2 mín., pastanu er bætt á pönnuna og ölli blandað vel saman. Saltað og piprað til og þunn sneiddum vorlauknum dreyft yfir. Borið á borð með auka parmesan til að rífa yfir.

Verði þér að góðu :-)

Eldsnöggt og gómsætt!