Broddgöltur

Það sem til þarf er:

Á 1 stórt snittubrauð

5 hvítlauksrif

1/3 bolli steinselja

2 msk. ólífu olía

3 msk. smjör

Sjávarsalt eftir smekk

1 Mozzarella kúla

70 gr. sterkur Cheddar

1 Stórt snittubrauð

Aha..... ég elska hvítlauksbrauð. Broddgölturinn tekur þessa ást á allt annað stig. Ástin nær nýjum hæðum vegna þess að við erum ekki bara að tala um smjör og hvítlauk, heldur OST líka, nú skilur þú mig. Ég missi mig venjulega í græðgi. Þú ættir að prófa hann, svooooo góður. Frábært einn og sér eða með mat, eiginlega með öllum mat =D

Svona gerum við þetta:

Ofninn er hitaður í 180°C. Hvítlaukur, steinselja og ólífu olía, er sett í blandara og maukað. Osturinn er skorinn í fingur þykka aflanga bita. Smjörið er brætt á miðlungshita, er steinselju/hvítlauks-maukinu bætt útí ásamt sjávarsalti. Látið malla í 2 mín., og hrært í á meðan svo hvítlaukurinn brúnist ekki. Tekið af hitanum.

Tíglamynstur er skorið í brauðið, en passaðu að skera ekki í gegn, brauðið verður að hanga vel saman. Ostinum er stungið ofaní skurðina á brauðinu.

Hvítlaukssmjörinu er dreypt ofaní raufarnar á brauðinu. Brauðið er sett á álpappír og hann látinn ná uppá miðjar hliðarnar á brauðinu, svo er hann tekinn saman í hnút á endunum svo brauðið haldist vel saman. Álpappír er síðan lagður laust ofaná. Bakað í 10 mín., þá er álið tekið ofanaf brauðinu og bakað áfram í 10 min., eða þar til osturinn er alveg bráðinn og brauðið heitt í gegn. Svo er að njóta.

Verði þér að góðu :-)

SÆLA ;-)