Enchiladas

Það sem til þarf er:

F. 6

10 vel þroskaðir tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir, eða 1 -2 dósir saxaðir tómatar, sigtaðir

1 laukur, saxaður

1 1/2 - 2 rauðir chili, fræin tekin úr og saxað

1 hvítlauksrif, pressað

2 msk. tómatpúrré

30 gr. smjör

2 egg

2 dl rjómi

1 1/2 tsk. mexikanst chiliduft

350 gr. svínahakk

1 rauð paprika, söxuð

4 msk. rúsínur

4 msk. salthnetur

12 hveiti tortillur

4 msk. rifinn ostur

Vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar, til að skreyta með

Meðlæti:

Gucamole

Refried beans

Rosalega góður fjölskyldumatur. Það er smá tvist í þessari uppskrift miðað við aðrar svipaðar uppskriftir, það eru hnetu og rúsínur í þessari og rjómi sem geri hana að de luxe mat. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Tómatar, laukur, chili, hvítlaukur og tómatmauk er sett í blandara og maukað. Smjörið er brætt í potti og makið sett í hann og látið malla í 5-10 mín., á miðlungs hita. Rjómi og egg eru þeytt saman, ásamt nokkrum skeiðum af maukinu, síðan er því hellt í pottinn og allt hitað að suðu (ekki sjóða það), hrært í stöðugt á meðan. Hakkið er steikt á pönnu, paprikunni er bætt út á og kryddað, síðan er hnetur og rúsínum bætt á pönnuna. 1/4 af sósunni er blandað út í kjötið. Tortillurnar eru settar á borðið og fyllingunni er skipt á milli þeirra og þeim rúllað upp og settar með samskeytin niður, í vel smurt eldfast fat. Restinni af dósunni er hellt yfir miðuna á tortillunum ásamt ostinum og bakað í 20-25 mín. Borið á borð með Guacamole og Refried beans ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Namm 🌯💚