Avokado, bacon og egg á ristuðu brauði

Það sem til þarf er:

f. 2

6 góðar bacon sneiðar

1 stórt vel þroskað avokado

1 rautt chili, eins mikið og þú vilt (það fer eftir hvað þú þolir og vilt mikinn hita)

Gróft söxuð fersk mynta og kóríander, magn eftir smekk

Safi af 1/2 lime

Sjávarsalt og svartur pipar

2 egg

2 sneiðar að góðu brauði

Smjör

Hvort sem það er erfiður morgunn eftir gott kvöld, eða þig langar bara í eitthvað gott í bröns um helgina, sem er hollt, en með smá sparki, er þetta eitthvað sem ég mæli hiklaust með.  Avokado, bacon og egg er eitt besta tríó sem til er :-)

Svona ferðu að:

Ofninn er hitaður í 220°C.  Baconið er lagt á pappírsklædda ofnplötu og bakað í 15 mín., eða þangað til það er stökkt.  Á meðan er avokadoið maukað gróft, með gaffli. Kryddjurtunum og chili bætt útí ásamt limesafa, salti og pipar.  Brauðið er ristað og smurt rausnalega með smöri.   Maukinu er skipt á milli brauðsneiðanna og baconsneiðarnar lagðar ofaná.  Eggin er u steikt á pönnu og lögð ofaná baconið, himneskt....

Verði þér að góðu :-)

Best á morgnana og bara alltaf 😍