Langa með kremuðu káli, beikoni og stökkum kartöflubátum með reyktri papriku

Það sem þarf til er:

f. 4

2 bökunar kartöflur, skornar í fingurþykka báta

4 msk, ólífuolía

50 gr. ósalt smjör

1 msk. reykt papriku duft

300 gr. beikon, smátt saxað

1 haus savoy kál, eða hvítkál, skorið í þunnar lengjur

1 1/2 dl rjómi

800 gr. langa

3 msk. hveiti

Salt og pipar

Þessi fiskréttur er einn af þessum góðu, sem koma svoítið á óvart. Kartöflurnar eru sérstaklega góðar og hægt að hafa þær með hverju sem er.

Svona gerum við þennan:

Kartöflurnar eru þvegnar og skornar í fingurþykka báta og soðnar í 3-4 mín., í söltu vatni. Olían og helmingur af smjörinu er hitað á pönnu og kartöflubátarnir eru steikrir þar til þeir eru gylltir og stökkir, þá er restinni af smjörinu bætt við og paprikuduftinu ásamt salti. Beikonið er brúnað í pötti og kálinu er bætt útí og steikt þar til kálið fer að mýkjast. Ef þú notar hvítkál er ágætt að sjóða það í 2 mín. áður en þú steikir það (jafnvel má nota kínakál, það þarf ekki að forsjóða það) rjómanum er svo hellt yfir það og mallað í smástund, kryddað. Ef þú pönnusteikir lönguna er henni velt uppúr hveitinu og kryddað með salti og pipar og steikt í olíu í 3-4 mín., á hlið eftir hvað stykkin eru þykk. Ef þú bakar hana í ofni er best að sleppa því að hveitivelta henni. Bara kyddda og baka í 8-12 mín., eftir þykkt stykkjanna á 200°C. Okkur hér heima fannst þetta sparilegur fiskur.

Verði þér að góðu :-)

Namm...