Besta purusteikin

Það sem til þarf er:

F. 8-10

Svínasíðan:

Um 5 kg. svínasíða

Þurrkrydd á puruna:

Lárviðarlauf, 4-6 stk.

Negulnaglar ca. 1-2 msk

Fennelfræ ca. 1-2 msk.

Gróft sjávarsalt, þú þarft ca. 2-4 msk.

Nýmalaður svartur pipar

Safi úr 1 sítrónu

Í ofnskúffuna:

1/2 búnt steinselja, gróft saxað

1 rautt chili, í sneiðum ( þú ræður hvort ú vilt hafa fræin með, en mundu, þau eru stertk)

2 stórir laukar, í þykkum sneiðum

1 stór steinseljurót, í þykkum sneiðum

3 stilkar sellerí, í bitum

2 stórar gulrætur, í stórum bitum

3 sóló hvítlaukar, í

Sósan:

Allt grænmetið og soðið úr ofnskúffunni

1 msk. Oskar svínakjötkraftur, duft

3 negulnaglar

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

1 peli rjómi

Sósujafnari

Kalt smjör

Pönnusteikt grænmeti:

3 stórar steinseljurætur

2 pokar regnboga gulrætur

Smjör til að steika upp úr

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Rósmarín, ferskt eða þurrkað

Timian, ferskt eða þurrkað

Kúmen

Cayenne pipar

Hrásykur

Kjúklingasoð

Jæja, nú er gaman. Þessi steik er guðdómleg, já ég ætla að taka svona sterkt til orða, hún er það. Þegar maður a stóra fjölskyldu og margir koma í hátíðamatinn, er nauðsynlegt að hafa hann það þægilegan að maður sé ekki eins og teiknimyndafígúran af uppgefnu húsmóðurinni með tárin í augunum, sem lekur niður eldhúsinnréttinguna, með sleifina flækta í hárinu, þegar gestirnir fara. Það er hægt að gera margt daginn áður, jafnvel steikja steikina og búa til sósuna, því steikin er tvísteikt, brilliant, ekki satt og þess vegna, m.a. verður puran fullkomlega poppuð og æðisleg. Sósan nýtir það besta sem til er, steikarsoðið úr skúffunni, sem er fullt af dásamlegu bragði og krafti og jöfnuð út með smá rjóma og köldu smjöri. Endilega prófaðu, ég lofa að þú verður sammála því sem ég hélt fram hér að ofan :-)

Svona geri ég:

Steikin: Ofninn er hitaður í 160°C. Svínasíðan er þerruð vel og skurðir skornir langsum í puruna, með um 1 cm millibili, með mjög beittum hníf. Mér finnst best að nota vandaðan dúkahníf, með góðu skafti. Sítrónusafanum er smurt yfir puruna. Síðan er lárviðarlaufi og negulnöglum raðað í raufarnar. Fennel fræum er dreift yfir og pipar malaður yfir. Síðast er grófu sjávarsalti dreift yfir, það þarf að vera svolítil gott lag. Næst er grænmetið sem á að fara í botninn á ofnskúffunni skorið og lagt í þéttu einföldu lagi í botninn á skúffunni, síðan er steikin lögð ofan á og grænmetinu sem stendur út undan, ýtt undir kjötið. Steikinni er stungið í ofninn og hún steikt i 2 1/2 tíma. Hér getur þú ákveðið hvort þú ætlar að klára steikina daginn eftir, en klára að gera sósuna núna. Eða þú heldur áfram og klárar hana. Steikin er tekin upp úr ofnskúffunni og lögð á fat, meðan þú hellir öllu úr ofnskúffunni í stóran pott. Ofnskúffan er þerruð með eldhúspappír og steikin sett í hana aftur. Ofninn er hækkaður í 220°C. Steikin er sett í ofninn í 1 klst. þar til puran er poppuð og steikin sjóðandi heit. Látin hvílast í 15 mín., ekki setja neitt yfir hana.

Sósan: Kveiktu undir pottinum með grænmetinu, á meðalhita, negulnöglum og Oskar duftinu er bætt út í hana og soðið niður í ca. 15 mín. Slökkt undir pottinum og innilhaldinu hellt mjög varlega í matvinnsluvél og allt maukað mjög vel, eða maukað með töfrasprota í pottinum. Maukinu er hellt í gegnum gróft sigti í 2-3 sinnum. Nú þarft þú að smakka til og athuga hvort hversu þykka eða þunna þú vilt hafa sósuna. Mér finnst hún svo góð að ég nota allt maukið, en þynni það með um 3-5 dl af vatni og rjómanum. Ef þú vilt hafa hana þynnri, notar þú minna f maukinu. Hitinn er settur undir pottinn og sósan látin malla rólega, þá er svolitlu af sósujafnara hellt út í og sósan gerð eins þykk og þú vilt, smakkað til. Þegar hér er komið, áttu að vera komin með meðalþykka og bragðmikla steikarsósu. Þá er potturinn tekinn af hitum og kalt smjör í bitum, ca. 2-3 msk. hrært saman við hana. Ekki láta hana sjóða eftir að smjörið er kominn út í.

Grænmetið: Grænmetið er skrælt og skorið í langar meðalþykkar lengjur. Suðan er látin koma upp í stórum potti með söltu vatni. Grænmetið er suðan látin koma upp og soðið í ca. 5-8 mín. Grænmetinu er hellt í sigti og látið leka vel af því. Smjör er brætt á stórri pönnu, sykri er hellt út í smjörið ásamt kjúklingasoði og smávegis af vatni og grænmetið steikt á háum hita þar til það fer að ristast ,kryddinu er bætt út á, saltað og piprað. Smakkað til með meira kryddi og kjíklingakrafti.

Borin á borð: Steikin er skorin í sneiðar, efir endilöngu í huggulegar sneiðar og grænmetið og sósa borin fram með, ásamt sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli ef þú vilt og köldu Jólaöli eða Malti og appelsíni.

Verði þér að góðu :-)

P.s.: Þegar þú gengur frá afganginum af steikinni, en vilt halda purunni stökkri, ekki setja hana í ísskápinn og ekki breiða plast yfir hana. Best er að leggja álpappír lauslega ofan á steikina, yfir nótt þá verður puran hörð daginn eftir.

Steikin

Sósan

Pönnusteikt grænmeti

Sykurbrúnaðar kartöflur og fleira

Guðdómlegt 😇🎄💫