Reyktar ýsubollur með haframylsnu og tartarsósu

Það sem til þarf er:

400 gr. kartöflur, skrældar og í bitum

200 gr. reykt ýsa

2 volaukar, fín saxaðir

4 msk. tartarsósa

85 gr. haframjöl

1 egg, þeytt

Olía til steikingar

Tartarsósa:

200 gr. majones

2 litlar súrar gherkins, saxaðar

2 msk. kapers, gróf saxaður

1 skarlottulaukur, fín saxaður

1 tsk. piparrót

1/2 tsk. enskt sinnep

2 msk. fersk steinselja, söxuð

Það er tilvalið að gera tvöfalt magn af þessum bollum og eiga annan skammt í frystinum. Best er að byrja á að gera sósuna og það er einfalt = Öllu hrært saman og látið bíða í ísskáp :-)

En svona gerum við:

Kartöflurnar eru soðnar í söltu vatni í 15 mín. Vatninu hellt af þeim og þær settar í pottinn aftur og maukaðar á lágum hita þar til þær eru nokkuð þurrar. Fiskurinn er soðinn í litlu vatni í 3-4 mín., og tekinn af roðinu í flögum. Vorlauk, 2 msk. af tartarsósu, salti og pipar er blandað saman við kartöflurnar, og síðan er fisknum blandað varlega saman við. Bollur eru mótaðar úr deiginu, síðan er þeim velt uppúr þeytta egginu og að lokum uppúr höfunum. Bollurnar eru svo steikar á miðlungshita þar til þær eru fallega brúnaðar og heitar í gegn. Bornar fram með salati og afganginum af sósunni. Persónulega finnst mér óþarfi að hafa kartöflur með, þar sem það er nóg af þeim í bollunum.

Verði þér að góðu :-D

Svo góðar á Bolludaginn!