Lemon curd ís með smjörkökum og steiktum jarðarberjum

Það sem til þarf er :

Í ísinn:

2x350 gr. krukkur Lemon curd

4 kúfaðar msk. grísk jógúrt

4 kúfaðar msk. sýrður rjómi

Í smjörkökurnar:

100 gr. ósalt smjör, lint

50 gr. sykur

Fín rifinn börkur á 1 sítrónu

140 gr. hveiti

Flórsykur eða sykur til að skreyta með

Í jarðarberja maukið:

400 gr. fersk jarðarber, hemingur er saxaður  en restin er í heilu lagi

50 gr. flórsykur

3 msk. vatn

25 gr. smjör

Lemon curd er með því beta sem ég fæ.  Þess vegna er ekki skrítið að ég falli fyrir flestu sem það er í, og Þetta fall var ekki sárt. Ef þú ert á sama málii og ég, ætirðu að kíkja á þessa uppskrift :D

Svona geri ég:

Einfaldara verður það ekki, öllum hráefnum í ísinn er hrært saman í skál.  Síðan er blandan sett í gott plastílát og sett í frysti í 2 tíma.  Þá hræriðu upp í henni með gaffli, og lætur hana svo frjósa alveg.  Þegar þú ætlar að nota ísinn er gott að láta hann standa í 1/2 klst. í ísskáp, svo mesta frostið fari úr honum.

Smjörkökur: Ofninn hitaður í 180°C.  Bökunarplata gerð klár með pappír.  Smjör og sykur eru hrært létt og ljóst í hærivél, svo er hveitið sigtað útí og blandað með sleif, og að lokum sítrónuberkinum.  Deigið er mótað í lengjur með fingrunum og þrýst niður á þær með gaffli til að gera mynstur í þær.  Svo eru þær bakaðar í 20 mín. eða þangað til þær eru föl gular að lit.  Kældar og sykurstráðar.  Geymast í lokuðu íláti í 2 vikur.

Jarðarberin: 200 gr. af jarðarberjunum er saxaður og sett í pott með vatninu og 2 tsk. af sykrinum, látið malla í 2-3 mín. svo eru þau maukuð með gaffli eða í blandara.  Grillpanna er hituð á háan hita og smurð með smjörinu.  Restin af jarðarberjunum er sett á pönnuna og þau steikt beggja vegna með restinni af flórsykrinum.

Verði þér að góðu :-)

Ég elska þennan ís 🍦