Súkkulaði fondant kökur

Það sem til þarf er:

F.  6 í stærri gerðina af skálum, annars í 10 minni skálar

250 gr. smjör

Kakó, til að dusta skálarnar með

300 gr. súkkulaði, 60-70% 

400 gr. sykur

1/2 tsk. vanilludropar

5 stór egg

220 gr. hveiti

Hvað er betra í eftirrétt eftir góða máltíð, en heit mjúk lava súkkulaðikaka, með köldum ís og berjum.  Þessi er alveg dásamleg, endilega prófaðu:-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Eldfastar litlar skálar eru smurðar að innan með 25 gr. af smjörinu, bræddu.  Kakói er sett í hverja skál og þar hrist í botninn og til hliðanna, allt auka kakó hrist úr. Súkkulaðið og 225 gr. af smjörinu í þykkbotna potti, og brætt við lágan hita, þar til það er bráðnað og glansandi.  Sykurinn er þeyttur út í, ásamt vanillunni og eggjunum einu í einu.  Hveitinu er hrært saman mjög varlega.  Deiginu er skipt á milli skálanna og bakað í nákvæmlega 17 mín.  Tekið úr ofninum og látnar standa í 10-15 mín. áður en þær eru bornar á borð með góðum vanillu ís og berjum.  

Verði þér að góðu :-)

Dýrðlegt 😍