Mozzarella in Carozza

Það sem til þarf er:

f. 4

2 stórar kúlur mozzarella

8 brauðsneiðar (mér finnst dökkt kornbrauð eða súrdeigsbrauð best)

4 sneiðar prosciutto (hráskinka)

8 blöð salvía, söxuð (ef þú átt þurrkaða salvíu virkar það líka vel)

2 msk. hveiti, blandað með salti og pipar

2 þeytt egg

2 msk. mjólk

Olía til að steikja úr

Spari samlokan..... Ítalska nafnið Mozzarella in Carossa, hljómar ljóðrænt og seiðandi og bragðið er hreinn unaður.....

Svona er farið að:

Ostinum er skipt á milli 4 brauðsneiða, skinka og salvia fara ofaná ostinn og að lokum hinar brauðsneiðarnar. Eggin og mjólkin eru þeytt saman. Samlokunum er velt uppúr kryddaða hveitinu og svo eggjunum. Hitaðu pönnuna á miðlungs hita og steiktu samlokurnar uppúr olíu í um 3 mín., á hlið (það er gott að pressa aðeins ofaná þær á meðan), þar til þær eru gylltar, svo er gott að krydda í lokin með nokkrum kornum af sjávarsalti.

Verði þér að góðu :-)

Geggjað gott!