Eggjakrem

Það sem til þarf er:

Rúml. 1/2 L

5.7 dl mjólk

5.5 dl rjómi

1 vanillustöng, eða 1/2 tsk. vanilludropar

4 eggjarauður

30 gr. sykur

2 sléttfullar msk. maismjöl

Eggjakrem, custard á ensku, er dásamlegt með allskonar ávaxtabökum, pæjum, kökum og allavega ávöxtum. Það er ekkert mál að búa þetta til, enda úr smiðju Mary Berry, sem er ókrýnd drottning baksturs á Englandi.

En svona gerum við:

Mjólk, rjómi og vanillustöng er hitað rólega að suðu, þá er vanillustöngin tekin uppúr. Eggjarauður, sykur og maismjöl er þeytt saman í skál, þar til það er vel blandað saman. Heitri mjólkinni er þeytt hratt saman við eggjablönduna, með stórum písk. Sett aftur í pottinn, hitað rólega og hrært í stöðugt á meðan, þar til kremið þykknar. Hellt í könnu og borið á borð með uppáhalds bökunni þinni.

ATH. Til að halda kreminu heitu er kannan látin standa í heitu vatni, með plastfilmu liggjandi ofaná kreminu, svo það myndist ekki skán á því. Svo er upplagt að freysta hvíturnar og baka marengs úr þeim.

Brómberja- og epla crumble

Yndisleg samsetning 🥚😊