Sirloin steik með Whiskey/rósapiparsósu

Það sem til þarf er:

f. 2

2 x 200 gr. sirloin steikur

Ólífu olía til að pensla stekurnar með

Gróft sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Whiskey/rósapipara sósa:

1 msk. ólífu olía

1 msk smjör

2 skarlottulaukar, fínsaxaðir

2 hvítlauksrif, marin

1/2 L nautasoð

1 msk. rósapipar

1/2 dl rjómi

2 msk. Whiskey

Ostbakaðar kartöflusneiðar:

2-3 stórar bökunarkartöflur

50 gr. smjör, brætt

30 gr. Gruyére ostur eða Tindur, rifinn

Ef þú ert fyrir grillaða steik ættirðu að kíkja nánar á þessa uppskrift.  Hreint dásamleg steik, Whiskey-bætt sósan kitlar bragðlauka, gott fyrir mig þar sem ég er soldil Whiskey kona :-)  Ostbökuðu kartöflusneiðarnar eru snilldin ein.  Ég skora á þig að prófa, þú verður ekki fyrir vonbrigðum. 

Svona geri ég:

Mér finnst gott ð taka steikina úr kæli um morguninn, taka hana úr umbúðunum og setja á á lítið fat með góðum slurk af ólífu olíu, velta henni uppúr olíunni og setja filmu yfir, til kvölds.

Kartöflurnar:  Ofninn er hitaður í 200°C.  Kartöflurnar eru skrældar og skornar þunnt á mandólíni eða eins þunnt og þú getur með hníf.  Sneiðarnar eru settar í stóra skál með brædda smjörinu, ostinum og smakkað til með salti.  Sneiðunum er raðað 8-10 stk. saman, svo þær skarist á pappírsklædda bökunarplötu.  Endurtekið þar til sneiðarnar eu búnar.  Bakaðar í 25-30 mín.  þar til þær eru gylltar og stökkar útí jöðrunum.

Sósan:  Olían og smjörið er hitað í potti á meðalhita, skarlottulaukurinn og hvítlaukurinn lálinn malla í 4-5 mín.  þar til hann er mjúkur.  Þá er soðinu bætt útí og soðið niður um helming.  Þá er rósapiparkornunum bætt útí ásamt Whiskey og smakkað til með salti.  Látin malla rólega í 3-4 mín. 

Steikin:  Grillið er hitað snarpheitt.  Steikin er krydduð með sjávarsalti og núýmöluum svörutm pipar.  Hún er grilluð í ca. 3-4 mín. á hvorri hlið, fyrir medium rare, síðan sett á efri grindina og látin standa þar og snúa einu sinni í 3-4 mín.  Síðan látin hvílast í nokkrar mín., áður en hún er borin á borð.  Skorin í fallegar sneiðar og borin fram með með Whiskey/rósapiparsósunni og kartöflu-sneiðunum.  Gott rauðvín er ómissandi með.

Verði þér að góðu :-)

Sjúklega góð 🤤